Taka loftið úr boltunum og nota hálfónýtan völl

Glódís Perla Viggósdóttir verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu í …
Glódís Perla Viggósdóttir verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef aldrei spilað á móti Lettlandi en við erum aldrei að fara að spila léttan leik. Ég hef heyrt frá sænsku stelpunum að þær beiti öllum brögðum hérna – taki loftið úr boltunum og séu með stæla til þess að rífa andstæðinginn niður. Við þurfum að vera búnar undir allt og gefa allt í þennan leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, fyrir leikinn við Lettland í dag.

Ísland mætir Lettlandi á Daugava-leikvanginum í Liepaja kl. 17, í þriðja leik sínum í undankeppni EM. Ísland vann Ungverjaland og Slóvakíu á heimavelli fyrir rúmum mánuði en Lettland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á heimavelli, gegn Slóvakíu og Svíþjóð, þar sem nokkrir liðsfélagar Glódísar úr Rosengård spila.

„Vonandi náum við að skora snemma til að brjóta þær niður. Þetta gæti annars orðið algjör þolinmæðisvinna eins og í leiknum við Slóvakíu í síðasta mánuði,“ segir Glódís. Hún tekur undir það að bilið á milli liðanna sé mikið en Lettland komst til að mynda ekki í undankeppni síðasta stórmóts, HM, á meðan Ísland var hársbreidd frá því að komast alla leið í lokakeppnina.

Völlurinn nánast ónýtur og máttum ekki æfa

„Við gerum þær kröfur á okkur að taka þrjú stig úr þessum leik, engin spurning. En völlurinn er erfiður, og það verður ekki spilaður fallegur fótbolti hérna. Við tökum þrjú stig, sama í hvaða formi það er,“ segir Glódís, en liðin æfðu ekki á keppnisvellinum í gær eins og venja er degi fyrir leikdag, vegna ástands vallarins:

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »