Vilhjálmur Alvar besti dómarinn

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómari Pepsi Max-deildar karla.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómari Pepsi Max-deildar karla. mbl.is/Hari

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var besti dómarinn í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á árinu 2019 en í úrvalsdeild kvenna voru Gunnar Oddur Hafliðason og Gunnar Freyr Róbertsson bestir.

Þetta er niðurstaðan úr einkunnagjöf Morgunblaðsins fyrir keppnistímabilið 2019 en fjallað var um alla leiki beggja deilda í blaðinu og þeim lýst á mbl.is og dómurum voru gefnar einkunnir fyrir frammistöðu sína, frá einum og upp í tíu.

Ellefu dómarar, sem eru í efsta styrkleikaflokki hjá KSÍ, dæmdu 128 af 132 leikjum í úrvalsdeild karla en hinum fjórum var deilt á milli fjögurra dómara og þar af voru þrír erlendir dómarar. Meðaleinkunnir þessara ellefu dómara voru sem hér segir, leikjafjöldi þeirra í svigum:

Vilhjálmur A. Þórarins. (8)7,63

Sigurður H. Þrastarson (7)7,43

Erlendur Eiríksson (10)7,30

Pétur Guðmundsson (15)7,20

Guðmundur Á. Guðms. (11)6,91

Greinina i heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert