Risaleikir í nóvember?

Alfreð Finnbogason er spenntur fyrir komandi landsliðsverkefnum.
Alfreð Finnbogason er spenntur fyrir komandi landsliðsverkefnum. mbl.is/Hari

Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er aftur kominn í landsliðshópinn en liðið æfði á Laugardalsvelli í gærmorgun. Framundan eru leikir gegn heimsmeisturunum frá Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Alfreð gat ekki verið með þegar Ísland vann Moldóvu heima og tapaði fyrir Albaníu ytra í síðasta mánuði. Var hann þá að jafna sig af meiðslum og tók sér tíma til að byggja sig upp fyrir tímabilið.

Ísland hefur mætt Frakklandi þrívegis frá árinu 2016. Einu sinni í lokakeppni EM, einu sinni í vináttuleik og einu sinni í undankeppninni sem nú stendur yfir. Íslensku landsliðsmennirnir eru því farnir að þekkja franska liðið býsna vel.

„Við höfum jú spilað nokkrum sinnum við þá en auk þess þekkjum við þá vegna þess að flestir okkar hafa séð þá spila reglulega í sjónvarpinu. Þetta er auðvitað alveg ótrúlega erfitt lið að eiga við. Við verðum að horfa í þá leiki þar sem okkur gekk vel á móti þeim. Sérstaklega var það í vináttulandsleiknum. Þótt það sé bara æfingaleikur þá vorum við í mjög góðum málum á móti þeim þar til síðasta korterið. Við vorum einnig í ágætri stöðu þegar við mættum þeim í þessari undankeppni ytra eða þar til á síðustu tuttugu mínútunum þegar þeir gengu á lagið.“

Viðtalið við Alfreð Finnbogason má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert