Strákarnir fögnuðu sigri gegn Finnum

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðsins.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U19 ára landslið karla í knattspyrnu hafði betur gegn Finnum 1:0 í vináttulandsleik sem var rétt í þessu að ljúka í Finnlandi.

Varamaðurinn Vuk Óskar Dimitrijevic úr Leikni Reykjavík skoraði sigurmarkið á 89. mínútu af stuttu færi eftir þunga sókn íslenska liðsins.

Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik á föstudaginn en leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi. Riðillinn fer fram í Belgíu 13.-19. nóvember.

Byrjunarlið Íslands í dag:

1 Jökull Andrésson, Reading
2 Valgeir Valgeirsson, HK
3 Atli Barkarson ,Fredrikstad
5 Teitur Magnússon, OB
6 Andri Fannar Baldursson, Bologna F.C.
8 Ísak Snær Þorvaldsson ,Norwich
9 Andri Lucas Guðjohnsen, Real Madrid
10 Kristall Máni Ingason, FC Köbenhavn
17 Ísak Bergmann Jóhannesson, IFK Norrköping
18 Mikael Egill Ellertsson, Spal Fc
19 Róbert Orri Þorkelsson, Aftureldingu

mbl.is