Strákarnir fögnuðu sigri gegn Finnum

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðsins.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U19 ára landsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U19 ára landslið karla í knattspyrnu hafði betur gegn Finnum 1:0 í vináttulandsleik sem var rétt í þessu að ljúka í Finnlandi.

Varamaðurinn Vuk Óskar Dimitrijevic úr Leikni Reykjavík skoraði sigurmarkið á 89. mínútu af stuttu færi eftir þunga sókn íslenska liðsins.

Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik á föstudaginn en leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Albaníu, Belgíu og Grikklandi. Riðillinn fer fram í Belgíu 13.-19. nóvember.

Byrjunarlið Íslands í dag:

1 Jökull Andrésson, Reading
2 Valgeir Valgeirsson, HK
3 Atli Barkarson ,Fredrikstad
5 Teitur Magnússon, OB
6 Andri Fannar Baldursson, Bologna F.C.
8 Ísak Snær Þorvaldsson ,Norwich
9 Andri Lucas Guðjohnsen, Real Madrid
10 Kristall Máni Ingason, FC Köbenhavn
17 Ísak Bergmann Jóhannesson, IFK Norrköping
18 Mikael Egill Ellertsson, Spal Fc
19 Róbert Orri Þorkelsson, Aftureldingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert