Vignir samdi við Stjörnuna

Vignir Jóhannesson í leik með FH í sumar.
Vignir Jóhannesson í leik með FH í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vignir Jóhannesson er genginn til liðs við knattspyrnulið Stjörnunnar en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Hann kemur til félagsins frá FH þar sem hann hefur spilað frá árinu 2017, aðallega sem varamarkvörður.

Vignir er fæddur árið 1990 en hann er uppalinn í Breiðabliki. Hann hefur leikið með Aftureldingu, Njarðvík, Selfossi, Breiðabliki og FH á sínum ferli. Vignir á að baki 9 leiki í efstu deild og 62 leiki í næstefstu deild.

Markmaðurinn mun berjast við Harald Björnsson um markvarðarstöðuna hjá Garðbæingum en Haraldur Björnsson skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna í gær. Haraldur hefur verið markmaður númer eitt hjá félaginu frá árinu 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert