Emil genginn í raðir Stjörnunnar

Emil í búningi Stjörnunnar.
Emil í búningi Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Sóknarmaðurinn Emil Atlason er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK en þetta kemur fram á Facebook-síðu Stjörnunnar.

Emil, sem er 26 ára gamall, skoraði 3 mörk í 21 leik með HK í Pepsi-deildinni í sumar en hann hefur einnig leikið með KR, Val og Þrótti Reykjavík.

Emil hefur spilað samtals 83 leiki í efstu deild og hefur skorað 16 mörk í þeim. Þá lék hann á sínum tíma 12 leiki með U21 árs landsliðinu og skoraði í þeim átta mörk.

mbl.is