Líklegt byrjunarlið Íslands

Landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli.
Landsliðið á æfingu á Laugardalsvelli. mbl.is/Hari

Það velta margir því fyrir sér hvernig Erik Hamrén þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu muni stilla liði sínu upp gegn heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvellinum annað kvöld.

Íslendingar hafa endurheimt Jóhann Berg Guðmundsson og afar líklegt er að hann verði á sínum stað á hægri kantinum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er á sjúkralistanum og þar með kemur nýr maður inn á miðjuna. Þar stendur valið líklega á milli Rúnars Más Sigurjónssonar og Guðlaugs Victors Pálssonar.

Þá er spurning hvort Arnór Ingvi Traustason spili á vinstri kantinum eða Arnór Sigurðsson og hvort Kolbeinn Sigþórsson verði í fremstu víglínu, Jón Daði Böðvarsson eða jafnvel Alfreð Finnbogason. Hamrén mun væntanlega stilla upp í leikkerfið 4:4:1:1 þar sem fyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson leikur í „holunni“ fyrir aftan fremsta mann.

Líklegt byrjunarlið að mati mbl.is:

Hannes Þór Halldórsson - Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason - Gylfi Þór Sigurðsson - Kolbeinn Sigþórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert