Penninn á lofti í Árbænum

Kjartan Stefánsson.
Kjartan Stefánsson. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kjartan Stefánsson þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Árbæjarliðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Fylkis.

Fylkir er búinn að semja við fimm manna þjálfarateymi til næstu tveggja ára. Kjartan verður áfram aðalþjálfari, Sigurður Þór Reynisson verður áfram aðstoðarþjálfari og Þorsteinn Magnússon markvarðaþjálfari.

Margrét Magnúsdóttir, sem var yfirþjálfari hjá Val, kemur inn í þjálfarateymið og Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, fyrrverandi leikmaður liðsins, mun sjá um styrktarþjálfun liðsins næstu tvö árin.

Þá hafa sex leikmenn Árbæjarliðsins framlengt samninga sína við félagið en þeir eru: Tinna Björg Birgisdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Hulda Hrund Arnarsdóttir, Birna Kristín Eiríksdóttir og Sigrún Salka Hermannsdóttir.

Fylkir hafnaði í sjötta sæti í Pepsi Max-deildinni á nýafstöðnu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert