Frakkar urðu fyrir áfalli í upphituninni á Laugardalsvelli

Frakkar í upphitun á Laugardalsvellinum í dag.
Frakkar í upphitun á Laugardalsvellinum í dag. mbl.is/Eggert

Frakkar þurftu að gera breytingu á byrjunarliði sínu á síðustu stundu fyrir leikinn gegn Íslandi sem er að hefjast á Laugardalsvellinum í undankeppni EM karla í knattspyrnu.

Varnartengiliðurinn öflugi N'Golo Kanté frá Chelsea meiddist í upphituninni og getur ekki spilað. Í hans stað kemur Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, inn í liðið og spilar sinn 60. landsleik.

mbl.is