„Mjög mikilvægur sigur“

Didier Deschamps í Laugardalnum.
Didier Deschamps í Laugardalnum.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, sagði sigurinn á Laugardalsvelli í kvöld vera geysilega mikilvægan fyrir Frakka í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu. 

„Mikið um návígi og baráttu þar sem líkamlegur styrkur skipti máli. Við vorum búnir undir það. Þetta var lokaður leikur en við fengum samt færi til að bæta við marki. Bæði lið voru mjög þétt. Leikmannahópurinn svaraði kallinu og landaði sigri. Sigurinn er mjög mikilvægur í ljósi þess að næsti leikur er gegn Tyrklandi,“ sagði franski þjálfarinn.

Var hann spurður hvort sigurinn hafi verið nægilega öruggur fyrir franska liðið.

„Það skiptir ekki máli við hverja er spilað þegar þú ert heimsmeistari. Hvort sem það sé Holland eða Ísland. Það er erfitt að spila á móti Íslandi. Við  fengumsex fín marktækifæri í leiknum. Þýði það að maður sé í vandræðum þá sætti ég mig við þá skýringu.“

Frönsku blaðamennirnir spurðu sérstaklega út í framherjana tvo og þeirra frammistöðu.

„Griezmann fékk lítið pláss í leiknum en fékk þó vítið. Hélt boltanum vel, gaf góðar sendingar og var mjög duglegur. Ég er mjög ánægður með Giroud sérstaklega þar sem hann hefur ekki spilað mikið með félagsliði sínu. Svo skoraði hann úr vítinu,“ sagði Deschamps. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert