Svo lengi lærir sem lifir

Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén sátu fyrir svörum á …
Gylfi Þór Sigurðsson og Erik Hamrén sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær verðugt verkefni í kvöld þegar það fær heimsmeistara Frakka í heimsókn á Laugardalsvöll í undankeppni EM 2020. Það má ekki gleymast í allri heimsmeistaraumræðunni að Frakkar unnu einnig til silfurverðlauna á síðasta Evrópumóti, 2016, þar sem liðið tapaði 1:0 í framlengdum úrslitaleik gegn Portúgal á Stade de France í París. Þá sitja Frakkar sem stendur í öðru sæti heimslista FIFA á eftir Belgíu.

Ísland hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn Frakklandi í gegnum tíðina. Liðin hafa mæst fjórtán sinnum frá árinu 1957. Frakkar hafa tíu sinnum fagnað sigri og fjórum sinnum hafa liðin gert jafntefli. Ísland hefur aldrei fagnað sigri gegn Frökkum og þá hefur franska liðið skorað 41 mark gegn 12 mörkum Íslands í þessum fjórtán viðureignum. Að sama skapi hafa þrjú af fjórum jafnteflum liðanna í gegnum tíðina komið á Laugardalsvelli, sem ætti að kveikja vonarneista hjá mörgum.

Síðast þegar liðin mættust á Laugardalsvelli, 5. september 1998, skiptu liðin með sér stigunum, en leiknum lauk með 1:1-jafntefli. Þá, eins og nú, voru Frakkar ríkjandi heimsmeistarar en Didier Deschamps, núverandi þjálfari franska landsliðsins, var þá fyrirliði Frakka. Alls mættu 12.004 áhorfendur á leikinn og voru leigðar sérstakar stúkur sem voru settar upp fyrir aftan mörkin á sitt hvorum enda vallarins.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert