Frammistaða íslensku leikmannanna

Guðlaugur Victor Pálsson var hægri bakvörður gegn Frökkum í gærkvöld.
Guðlaugur Victor Pálsson var hægri bakvörður gegn Frökkum í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hannes Þór Halldórsson Góð frammistaða hjá Hannesi í markinu. Varði oft vel og greip inn í þegar á þurfti að halda. Virkaði einfaldlega öruggur og rólegur í sínum aðgerðum. Valdi rangt horn í vítaspyrnunni og átti því ekki möguleika.

Guðlaugur Victor Pálsson Var settur í hægri bakvörð. Ekki auðvelt verkefni fyrir hann að spila stöðu gegn heimsmeisturunum sem hann er ekki vanur að spila. Komst ágætlega frá sínu í vörninni í fyrri hálfleik en Frakkar sóttu meira fram vinstri kantinn í síðari hálfleik.

Sjá umsagnir um alla leikmenn íslenska liðsins og einkunnagjöf í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is