Griezmann lét sig og heimavígið falla

Antoine Griezmann og Ragnar Sigurðsson á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Antoine Griezmann og Ragnar Sigurðsson á Laugardalsvelli í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er komið í afar erfiða stöðu í baráttunni um farseðilinn á EM karla í fótbolta næsta sumar þrátt fyrir að mörgu leyti mjög góða frammistöðu gegn heimsmeisturum Frakka í Laugardalnum í gærkvöld. Frakkar unnu 1:0 með marki úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik, víti sem gerði Antoine Griezmann um leið að óvini Íslands númer eitt þessa dagana.

Þetta var fyrsta tap Íslands á heimavelli í undankeppni stórmóts í sex ár. Það þurfti heimsmeistarana til að vígið félli og hin skynsamlega spilamennska íslenska liðsins og gríðarlega baráttugleði sem hefur einkennt liðið dugði ekki að þessu sinni.

Eins og naumt tapið gegn Frökkum í gær, eftir lokamínútur þar sem íslenska liðið lagði allt í sölurnar til að jafna, væri ekki nóg þá bárust þær fréttir frá Tyrklandi um leið og lokaflautið gall að Tyrkir hefðu skorað sigurmark í blálokin gegn Albönum. Þessi niðurstaða gerir stöðu Íslands mjög viðkvæma og menn ættu að hafa í huga hversu litlu munaði að staðan væri mun betri.

Í sem einföldustu máli má segja að til að komast á EM þurfi Ísland núna ekki bara að vinna síðustu þrjá leiki sína, við Andorra, Tyrkland og Moldóvu, heldur treysta því að Griezmann og félagar geri allt sem þeir geti til að vinna Tyrki í París á mánudaginn, í leik þar sem að jafntefli færi langt með að koma báðum liðum á EM.

Sjá umfjöllun um leikinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »