Alfreð kemur inn í fremstu víglínu

Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson í leiknum gegn Frökkum á …
Birkir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson í leiknum gegn Frökkum á föstudagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það má vera ljóst að Alfreð Finnbogason komi inn í byrjunarlið Íslands gegn Andorra í kvöld og leiki þar með Kolbeini Sigþórssyni eða Jóni Daða Böðvarssyni í fremstu víglínu.

Ísland býr nú við þann lúxus í fyrsta sinn í langan tíma að þeir þrír séu heilir heilsu, líkt og gegn heimsmeisturum Frakka á föstudag, í undankeppni EM í fótbolta.

Í ljósi meiðsla Rúnars Más Sigurjónssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar var Aron Elís Þrándarson kallaður inn í landsliðshópinn. Vegna meiðslanna opnast tvær stöður í byrjunarliðinu en Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson og aðrir af hinum níu sem byrjuðu gegn Frökkum eiga að geta byrjað leikinn í kvöld. Byrjunarlið Íslands gæti litið svona út í kvöld:

Mark: Hannes Þór Halldórsson.

Vörn: Guðlaugur Victor Pálsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason.

Miðja: Arnór Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason, Arnór Ingvi Traustason.

Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Alfreð Finnbogason. Jón Daði gæti þó hæglega komið inn í byrjunarliðið og eins er ekki útilokað að Kári Árnason fái hvíld eftir að hafa meiðst í síðustu landsleikjatörn. Jón Guðni Fjóluson eða Sverrir Ingi Ingason kæmi þá væntanlega inn í hans stað.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »