Svigrúmið er alveg farið

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Frökkum á föstudagskvöldið.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Frökkum á föstudagskvöldið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingar þurfa að gefa sér þær forsendur að Frakkland vinni Tyrkland í kvöld og tryggi sér um leið sæti í lokakeppni EM karla í fótbolta.

Þá eru síðustu þrír leikir Íslands í undankeppninni afskaplega áhugaverðir og sá fyrsti af þeim er gegn „sérfræðingum í að pirra andstæðinginn“, Andorramönnum, á Laugardalsvelli í kvöld.

Það er ekki lengur neitt svigrúm til staðar fyrir íslenska liðið. Það þarf að vinna sína þrjá leiki til að eiga möguleika á að komast beint á EM. Andstæðingur kvöldsins er sá auðveldasti sem Ísland hefur mætt á heimavelli í undankeppni stórmóts síðasta áratuginn og allt annað en sigur Íslands myndi flokkast sem einhverjar mestu hamfarir í íþróttasögu þjóðarinnar, en það hefði einnig átt við hjá Tyrkjum sem lentu í meiriháttar vandræðum gegn Andorramönnum í síðasta mánuði.

Íslenska liðinu hefur í flestum tilfellum síðustu ár verið treystandi til að sýna andstæðingnum virðingu, forðast vanmat og vinna leiki gegn lakari andstæðingum, og svör Alfreðs Finnbogasonar á blaðamannafundi í gær gefa skýrt til kynna að sú sé einnig raunin nú.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert