Mikið er ég glaður fyrir hönd Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu í gærkvöld.
Kolbeinn Sigþórsson fagnar marki sínu í gærkvöld. mbl.is/Hari

Mikið er ég glaður fyrir hönd Kolbeins Sigþórssonar en þessi frábæri framherji jafnaði markametið með íslenska landsliðinu þegar hann skoraði síðara markið í 2:0 sigri Íslendinga gegn Andorra í gærkvöld.

Kolbeinn jafnaði þar með met Eiðs Smára Guðjohnsen en báðir hafa þeir skorað 26 mörk. Eiður Smári gerði það í 88 leikjum en Kolbeinn lék sinn 54. landsleik í gær.

Það eru ekki nema níu ár liðin frá því Kolbeinn skoraði sitt fyrsta landsliðsmark en það skoraði hann í sínum fyrsta landsleik í 2:0 sigri gegn Færeyingum á Laugardalsvelli í mars 2010.

Það héldu margir að fótboltaferill Kolbeins væri búinn þegar hann lenti í erfiðum hnémeiðslum. Kolbeinn var frá keppni í á þriðja ár en hann neitaði að gefast upp og við erum farin að sjá gamla góða Kolla aftur eins og við sáum þegar hann skoraði markið í gær á einstaklega laglegan hátt.

Sjá allan bakvörðinn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »