Leikirnir gerast ekki mikið stærri (myndskeið)

Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Paris SG …
Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki mæta Paris SG í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Leikurinn leggst mjög vel í mig og ég er fyrst og fremst spennt að takast á við þetta verkefni,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður knattspyrnuliðs Breiðabliks, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi liðsins á Kópavogsvelli í gær.

Breiðablik mætir franska stórliðinu PSG í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag klukkan 18:30. Breiðablik sló tékknesku meistarana í Sparta Prag úr leik í 32-liða liða úrslitum keppninnar, samanlagt 4:2, á meðan PSG sló Sporting Braga frá Portúgal úr leik, samanlagt 7:0.

Alexandra var í byrjunarliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætti Frakklandi í vináttuleik á Costieres-vellinum í Nimes í Frakklandi 4. október síðastliðinn. Alls komu tveir leikmenn PSG við sögu í leiknum sem lauk með 4:0-sigri Frakka.

„Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að leikirnir gerist ekki mikið stærra og þetta er sá stærsti á mínum ferli hingað til. Það var mikil upplifun að mæta þeim í byrjun október og þær eru ógeðslega góðar í fótbolta. Þær búa yfir þvílíkum gæðum og það var náttúrlega stærsti munurinn á liðunum í Nimes. Þær eru fáránlega góðar með boltann, geta haldið boltanum gríðarlega vel innan síns liðs og ég held að það sé alveg eitthvað sem við getum átt von á frá leikmönnum PSG á morgun.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá úr ferðalagi PSG til Íslands og frá æfingu liðsins á Kópavogsvellinum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert