Stóðu við stóru orðin

Leikmenn U21 árs landsliðsins hlýða á þjóðsönginn á Víkingsvellinum í …
Leikmenn U21 árs landsliðsins hlýða á þjóðsönginn á Víkingsvellinum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strákarnir í U21 árs landsliði karla í knattspyrnu stóðu við stóru orðin. Þeir lofuðu að bæta fyrir skellinn sem þeir fengu gegn Svíum um síðustu helgi í undankeppni EM og þeim tókst það því þeir lögðu Íra að velli 1:0 í hryssingslegu veðri í Víkinni í gær og eru þá komnir með níu stig í riðlinum eftir fjóra leiki.

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 29. mínútu sem dæmd var þegar skot Ara Leifssonar hafði viðkomu í hönd eins leiksmanna Íra innan vítateigs.

Það var ekki mikið um opin færi en íslenska liðið náði oft á tíðum góðum samleiksköflum og barátta, vilji og gott skipulag einkenndi lærisveina Arnars Þór Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen í þessum leik. Írar, sem eru í toppsæti riðilsins, náðu sjaldan að ógna vörn íslenska liðsins né markinu og þegar upp var staðið var sigur Íslands sanngjarn og ekki síður mikilvægur en það stefnir í hörkuslag á milli Íra, Íslendinga, Ítala og Svía um toppsætin í riðlinum. Liðið í efsta sæti fer á EM en liðið sem endar í öðru sæti fer í umspil.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert