Páll Viðar ráðinn þjálfari Þórs

Páll Viðar handsalar samninginn við Óðin Svan Óðinsson, formann knattspyrnudeildar …
Páll Viðar handsalar samninginn við Óðin Svan Óðinsson, formann knattspyrnudeildar Þórs. Ljósmynd/Þór

Páll Viðar Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þórs Akureyrar í knattspyrnu en félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.

Samningur Páls við Þór er til þriggja ára en hann tekur við Akureyrarliðinu af Greg Ryder.

Páll hefur þjálfað lið Magna á Grenivík undanfarin tvö ár en hann lét af störfum hjá Magna í ágúst.

Páll Viðar er öllum hnútum kunnugur hjá Þór en hann lék með liðinu í mörg ár og þjálfaði liðið frá árinu 2010 til 2014 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert