Stólarnir héldu stærsta bitanum

Jacqueline Altschuld og Murielle Tiernan við undirskriftina á Sauðárkróki á …
Jacqueline Altschuld og Murielle Tiernan við undirskriftina á Sauðárkróki á dögunum. Ljósmynd/Tindastóll

Jacqueline Altschuld og Murielle Tiernan hafa báðar framlengt samninga sína við knattspyrnudeild Tindastóls en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við mbl.is í dag.

Samningur beggja er til eins árs en þær voru báðar lykilmenn í liði Tindastóls sem endaði í þriðja sæti 1. deildarinnar, Inkasso-deildarinnar, síðasta sumar. Altschuld skoraði níu mörk í 15 leikjum en hún missti af stórum hluta seinni hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Tiernan hefur leikið með Tindastóli frá árinu 2018. Hún varð markahæsti leikmaður 2. deildarinnar sumarið 2018 þar sem hún skoraði 24 mörk í 14 leikjum. Í sumar skoraði hún 24 mörk í 17 leikjum í 1. deildinni og varð markahæsti leikmaður deildarinnar.

Mörg lið í efstu deild reyndu að fá Tiernan til liðs við sig, þar á meðal Þór/KA og FH en hún ákvað að lokum að framlengja á Sauðarkróki. Bæði Altschuld og Tiernan koma frá Bandaríkjunum en Tiernan hefur skorað 52 mörk í 35 leikjum fyrir Tindastól í deild og bikar.

Þá framlengdu þær Bryndís Rut Haraldsdóttir, Guðrún Jenný Ágústsdóttir, Bergljót Ásta Pétursdóttir, Krista Sól Nielsen og systurnar Hugrún og Eyvör Pálsdætur allar samninga sína til eins árs.

Leikmenn Tindastóls við undirskriftina í vikunni.
Leikmenn Tindastóls við undirskriftina í vikunni. Ljósmynd/Tindastóll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert