Þjálfararnir framlengdu á Ásvöllum

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Jakob Leó Bjarnason við undirskriftina í …
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Jakob Leó Bjarnason við undirskriftina í vikunni. Ljósmynd/Haukar

Þjálfarar kvennaliðs Hauka, þau Jakob Leó Bjarnason og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeild félagsins, en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. 

Jakob hefur verið aðalþjálfari liðsins frá september 2017 en hann tók við liðinu eftir að Haukar féllu úr efstu deild. Guðrún Jóna hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá 2017. Þá mun Guðrún Jóna einnig taka að sér þjálfun 2. og 3. flokks kvenna hjá Haukum.

Liðið endaði í fimmta sæti 1. deildarinnar sumarið 2018 og í fjórða sæti síðasta haust eftir afar brösótta byrjun þar sem liðið var lengi vel í fallsæti. Haukar réttu hins vegar úr kútnum á seinni hluta tímabilsins og enduðu einungis þremur stigum á eftir FH sem hafnaði í öðru sæti og fór upp um deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert