Beið með öndina í hálsinum eftir fréttum af landsliðsmönnum

Alfreð Finnbogason var einn af viðmælendum kollega Bjarna.
Alfreð Finnbogason var einn af viðmælendum kollega Bjarna. mbl.is/Hari

Ég verð ekki oft veikur. Sérstaklega ekki í seinni tíð. Það gerist nánast aldrei. Kollegi minn á íþróttadeild Morgunblaðsins mætti galvaskur til leiks á mánudegi fyrir ekki svo löngu. Hann var allur hinn hressasti þegar ég kvaddi hann rétt fyrir hádegi til þess að fara á blaðamannafund hjá KKÍ. Þegar ég kom svo til baka þá var allt annað hljóð í manninum.

Ég mætti honum í matsalnum þar sem hann starði á gólfið. Þegar ég spurðu hann hvort hann væri ekki í góðu lagi þá stundi hann því upp úr sér að hann væri eitthvað slappur. Skemmst er frá því að segja að hann sagði ekki orð við mig það sem eftir lifði dags, eða allt þangað til hann fór ælandi á klósettið, klukkutíma síðar og svo beint heim á beddann.

Kollegi minn þjáðist af alvarlegri upp-og-niður-veiki. Það heyrðist ekki mikið í honum næstu daga. Það eins sem komst að hjá mér var hins vegar sú staðreynd að daginn sem hann fór veikur heim tók hann viðtöl við bæði Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, sem voru á leið inn í mikilvægan leik gegn heimsmeisturum Frakka á föstudeginum.

Bakvörð Bjarna Helgasonar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert