Ólafur Íshólm í Fram á ný

Ólafur Íshólm Ólafsson er orðinn leikmaður Fram.
Ólafur Íshólm Ólafsson er orðinn leikmaður Fram. Ljósmynd/Fram

Knattspyrnudeild Fram hefur samið við markvörðinn Ólaf Íshólm Ólafsson til næstu tveggja ára eða út keppnistímabilið 2021.

Ólafur þekkir vel til Fram því hann lék þrettán leiki með liðinu á síðustu leiktíð er hann var að láni frá Breiðabliki. Breiðablik kallaði hann aftur til sín í byrjun júní. 

Ólafur lék vel með Fram og bar m.a fyrirliðabandið í nokkrum leikjum. Hann er 24 ára og uppalinn hjá Fylki. Ólafur hefur leikið 30 leiki í efstu deild með Fylki og Breiðabliki. 

mbl.is