Annað tap í Póllandi

Byrjunarlið Íslands gegn Rússum í dag.
Byrjunarlið Íslands gegn Rússum í dag. Ljósmynd/KSÍ

U15 ára landslið drengja í knattspyrnu tapaði fyrir Rússlandi í öðrum leik sínum á æfingamóti UEFA sem fram fer í Póllandi í dag. Leiknum lauk með 3:0-sigri Rússa sem komust yfir strax á 10. mínútu. 

Íslenska liðið vann sig ágætlega inn í leikinn og undir lok fyrri hálfleiks átti Rúrik Gunnarsson skot í þverslá. Rússar tvöfölduðu forystu sína á 50. mínútu og þeir innsigluðu sigur sinn með marki á lokamínútum leiksins.

Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en liðið mætti Bandaríkjunum í fyrsta leik sínum á mótinu. Þeim leik lauk með 2:1-sigri Bandaríkjanna þar sem Andri Clausen skoraði eina mark Íslands. Lokaleikur Íslands verður gegn heimamönnum í Póllandi á föstudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert