Stefanía til Fylkis

Stefanía Ragnarsdóttir.
Stefanía Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Fylkir

Stefanía Ragnarsdóttir er genginn í raðir Fylkis og mun leika með liðinu í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu næsta sumar. 

Stefanía kemur til Fylkis frá Val þar sem hún hefur verið samningsbundin síðan 2017. Hún var hins vegar lánuð til Fylkis á fyrri hluta síðasta tímabils. Stefanía var áður í Þrótti þar sem hún fékk sitt knattspyrnuuppeldi. 

„Það er frábært að fá Stefaníu til okkar í Fylki. Við fengum að kynnast henni vel síðasta sumar þegar hún var á láni hjá okkur. Þau kynni voru mjög góð. Stefanía er mikið efni en hefur líka mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Stefanía á eftir að styrkja okkar lið og hlökkum við í þjálfarateyminu til að vinna með Stefaníu í framtíðinni sem og okkar flotta leikmannahópi í heild“ er haft eftir Kjartani Stefánssyni, þjálfara Fylkis, í tilkynningu frá félaginu. 

mbl.is