Sigríður Lára í FH

Sigríður Lára Garðarsdóttir samdi við FH.
Sigríður Lára Garðarsdóttir samdi við FH. Ljósmynd/FHingar.net

Knattspyrnukonan Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin til liðs við FH og skrifaði hún undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta staðfesti Kristinn Björgúlfsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is.

Sigríður Lára rifti samningi sínum við ÍBV um miðjan októberbermánuð en hún hefur verið fyrirliði ÍBV, undanfarin ár. Mörg lið í efstu deild reyndu að fá miðjumanninn öfluga til liðs við sig en hún hefur ákveðið að semja í Hafnarfirði.

FH hafnaði í öðru sæti 1. deildarinnar síðasta sumar með 39 stig og hafði betur gegn Tindastóli og Haukum um laust sæti í efstu deild. Hafnfirðingar munu því leika í efstu deild næsta sumar eftir stutt stopp í næst efstu deild.

Sigríður Lára er fædd árið 1994 en hún á að baki 143 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 22 mörk. Þá lék hún sem atvinnumaður með Lilleström árið 2018. Sigríður á að baki 18 A-landsleiki fyrir Ísland.

mbl.is