Grindvíkingar byrjaðir að styrkja sig

Guðmundur Magnússon er orðinn leikmaður Grindavíkur.
Guðmundur Magnússon er orðinn leikmaður Grindavíkur. Ljósmynd/Grindavík

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við framherjann Guðmund Magnússon. Guðmundur lék með ÍBV fyrri hluta síðasta sumar áður en hann var lánaður til Víkings Ólafsvíkur. 

Guðmundur spilaði með Fram í 1. deildinni 2017 og skoraði þá 22 mörk í deild og bikar. Framherjinn skoraði fjögur mörk í átta leikjum með Víkingi á síðustu leiktíð og þrjú mörk í ellefu leikjum með ÍBV. 

Sóknarmaðurinn hefur alls skorað 66 mörk í 206 leikjum í meistaraflokki til þessa, en 45 af þeim hafa komið í 1. deild. 

Grindavík féll úr efstu deild á síðustu leiktíð og tók Sigurbjörn Hreiðarsson við liðinu í kjölfarið af Srdjan Tufegdzic. 

mbl.is