Helena orðin þjálfari Fjölnis

Helena Ólafsdóttir er orðin þjálfari Fjölnis.
Helena Ólafsdóttir er orðin þjálfari Fjölnis. Ljósmynd/Fjölnir

Knattspyrnudeild Fjölnis hefur gengið frá ráðningu á Helenu Ólafsdóttur og tekur hún við kvennaliði félagsins. Helena tekur við liðinu af Páli Árnasyni sem hætti með liðið eftir tvö tímabil í sumar. 

Helena var síðast þjálfari ÍA en hætti skyndilega um mitt síðasta sumar. Einnig hefur hún starfað fyrir Fortuna í Noregi, FH, Selfoss, KR og Val. Þá var Helena landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins 2003 til 2004. 

Tilkynning frá knattspyrnudeild Fjölnis:

„Það er knattspyrnudeildinni sönn ánægja að tilkynna Helenu Ólafsdóttur sem nýjan þjálfara meistaraflokks kvenna!

Þetta er mikil hvatning og jákvætt að fá inn jafn reynslumikinn og öflugan þjálfara og Helena er – í senn bæði lyftistöng fyrir félagið í heild sinni sem og kvennaknattspyrnuna sérstaklega.

Helena er með glæsilegan og langan feril að baki, síðast þjálfaði hún lið ÍA á árunum 2017—2019 samhliða því að vera sérfræðingur og þáttastjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, þá hefur hún m.a. einnig gegnt stöðu landsliðsþjálfara A landslið kvenna.

Knattspyrnudeildin býður Helenu velkomna til félagsins og væntir mikils af samstarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert