Naumt tap Skagastrákanna gegn Derby

Frá leik ÍA og Derby í kvöld.
Frá leik ÍA og Derby í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Unglingalið ÍA þurfti að sætta sig við naumt 1:2-tap fyrir enska liðinu Derby á Víkingsvelli í kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð Unglingadeild UEFA þar sem U19 ára lið félaga etja kappi. 

Festy Ebosele og Jack Stretton komu Derby í 2:0 í fyrri hálfleik en Aron Snær Ingason minnkaði muninn fyrir ÍA á 72. mínútu og þar við sat. 

Síðari leikur liðanna fer fram miðvikudaginn 27. nóvember á Englandi. Skagaliðið vakti mikla athygli með því að valta yfir Levadia Tallinn í 1. umferðinni og urðu samanlagðar lokatölur 16:1. 

mbl.is