Ólafur samdi við Stjörnuna til tveggja ára

Ólafur Jóhannesson, fyrir miðju, kynntur til leiks sem þjálfari Stjörnunnar …
Ólafur Jóhannesson, fyrir miðju, kynntur til leiks sem þjálfari Stjörnunnar í dag. mbl.is/Jóhann Ingi Hafþórsson

Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar til næstu tveggja ára og mun hann starfa við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar, sem stýrt hefur Stjörnuliðinu undanfarin sex ár.

Ólafur lét af störfum hjá Val í haust en hann stýrði Valsliðinu í fimm ár og undir hans stjórn varð liðið tvívegis Íslandsmeistari og bikarmeistari í tvígang.

Ólaf­ur, sem er 62 ára gam­all, er einn reynd­asti og sig­ur­sæl­asti þjálf­ari lands­ins en hann hef­ur verið í þjálf­un meira og minna í tæp 40 ár. Hann hóf þjálf­ara­fer­il sinn hjá Ein­herja á Vopnafirði árið 1981 og hef­ur síðan þá þjálfað Skalla­grím, FH, Þrótt Reykja­vík, Sel­foss, ÍR og Val og þá stýrði hann ís­lenska A-landsliðinu 2007—'11. FH varð þris­var sinn­um Íslands­meist­ari und­ir stjórn Ólafs og bik­ar­meist­ari einu sinni.

mbl.is