Óli Jó ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson munu stýra Stjörnunni saman.
Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson munu stýra Stjörnunni saman. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari Vals, verður kynntur sem nýr þjálfari hjá Stjörnunni á blaðamannafundi kl. 15 í dag.

Vefmiðillinn 433.is greindi fyrst frá þessu og mbl.is hefur fengið fréttina staðfesta. Ólafur verður þjálfari karlaliðs Stjörnunnar ásamt Rúnari Páli Sigmundssyni sem verið hefur aðalþjálfari liðsins síðan árið 2014 og skrifaði nýverið undir samning til næstu tveggja ára. Veigar Páll Gunnarsson var aðstoðarþjálfari liðsins í sumar.

Ólafur hætti sem þjálfari Vals nú í haust en hann gerði liðið að Íslandsmeistara 2018 og 2017 og bikarmeistara árin tvö þar á undan. Ólafur, sem er 62 ára gamall, á að baki langan þjálfaraferil en meðal annars gerði hann FH að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð, árin 2004-2006, og var landsliðsþjálfari Íslands á árunum 2007-2011.

mbl.is