Allt annað en fyrirsjáanlegur

Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson munu stýra Stjörnunni saman.
Rúnar Páll Sigmundsson og Ólafur Jóhannesson munu stýra Stjörnunni saman. mbl.is/Jóhann Ingi

Ekki náði Ólafur Jóhannesson að halda það lengi út að vera í fríi frá knattspyrnuþjálfun. Eins og fram kemur í blaðinu var hann í gær ráðinn til Stjörnunnar þar sem hann og Rúnar Páll Sigmundsson munu stýra karlaliði félagsins í sameiningu.

Ólafur má eiga að hann er allt annað en fyrirsjáanlegur. Maður var farinn að trúa því að hann tæki sér árs frí frá sparkinu þegar hann dúkkar óvænt upp í Garðabænum. Hann hefur sjálfsagt verið orðinn viðþolslaus eftir rúman mánuð frá íþróttinni.

Ekki ætti að skorta þekkingu í Garðabænum. Ólafur og Rúnar með karlaliðið, Kristján Guðmundsson með kvennaliðið og yfirþjálfari, og Ejub Purisevic í yngriflokkaþjálfun.

Bakvörð Kristjáns má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert