Snúin staða hjá Rúnari Alex í Frakklandi

Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson. AFP

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur nú kynnst leiðinlegri hliðunum á atvinnumennsku. Hann gerði langan samning við franska liðið Dijon, sem leikur í efstu deild, og spilaði mikið á sínu fyrsta tímabili. Síðasta sumar urðu hins vegar þjálfaraskipti og Rúnar hefur setið á varamannabekknum í deildarleikjum að undanförnu. Rúnar Alex er markvörður eins og knattspyrnuunnendur þekkja og því aðeins pláss fyrir einn slíkan í byrjunarliðinu.

„Ég er ekki í neinni óskastöðu akkúrat núna. Hingað kom nýr þjálfari, Stéphane Jobard, með nýjar áherslur. Hefur hann fengið marga menn til félagsins og notar þá menn sem keyptir voru.

Þjálfarinn vildi fá nýjan markvörð í hópinn og hann hefur verið í markinu að undanförnu. Upp á síðkastið hafa úrslitin verið allt í lagi og um daginn náði liðið mjög flottum úrslitum (vann meistarana í Paris Saint Germain 2:1). Ekki eykur það líkurnar á því að maður fái að spila. Svona lagað getur gerst í boltanum og maður getur ekkert annað gert en að leggja sig fram á æfingum og spila eins og maður þegar tækifæri gefst,“ sagði Rúnar, en einungis þrír leikmenn sem spiluðu reglulega á síðasta tímabili gera það einnig um þessar mundir. Margir aðrir eru í sömu stöðu og Rúnar. Spiluðu mikið í fyrra en eru nú fyrir utan byrjunarliðið og samningsbundnir Dijon.

Viðtalið við Rúnar Alex má sjá í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert