Spenntur fyrir Mikael - Emil of lengi án félags

Erik Hamrén er búinn að ákveða hvaða leikmenn fara til …
Erik Hamrén er búinn að ákveða hvaða leikmenn fara til Tyrklands og Moldóvu. mbl.is/Hari

Erik Hamrén tilkynnti á blaðamannafundi í dag hvaða leikmenn verða til taks í síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni EM, útileikjum við Tyrkland og Moldóvu. Fylgst var með fundinum í beinni textalýsingu.

Mikael Anderson kemur nýr inn í hópinn og verður því ekki með U21-landsliðinu gegn Ítölum í næstu viku. Aðspurður hvort að það þýði að Mikael muni spila í leikjunum tveimur með A-landsliðinu gaf Hamrén lítið uppi. Hann sagði Mikael afar spennandi leikmann með forvitnilega hæfileika, sem hefði staðið sig mjög vel undanfarið með Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Emil Hallfreðsson hefur verið í landsliðshópnum í síðustu verkefnum þrátt fyrir að hafa verið án félags en var ekki valinn núna. „Það hefur verið slæmt fyrir hann að vera án félags. Í fyrri verkefnum fannst mér hann mikilvægur fyrir hópinn en þetta gengur ekki til lengri tíma,“ sagði Hamrén.

Hvorki Hamrén né Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari tjáðu sig nokkuð um málefni Kolbeins Sigþórssonar í ljósi óskýrra frétta frá síðustu viku um að hann hefði verið handtekinn. Kolbeinn lék með AIK á laugardag og skoraði, en hann jafnaði markamet Íslands í síðasta mánuði.

Fylgst var með því sem gerðist á fundinum í textalýsingu sem sjá má hér að neðan.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn eftir viku, kl. 17 að íslenskum tíma, og leikur svo við Moldóvu sunnudaginn 17. nóvember í lokaumferðinni á sama tíma og Tyrkland sækir Andorra heim.

Ísland á enn von um að komast beint á EM en hún felst í því að vinna Tyrkland og Moldóvu og treysta á að Tyrkland vinni ekki Andorra á útivelli. Að öðrum kosti fer Ísland í umspil í lok mars á næsta ári.

Hópurinn gegn Tyrklandi og Moldóvu opna loka
kl. 13:33 Leik lokið Þá er fundi slitið og ljóst hverjum Hamrén og Freyr treysta til þess að gera atlögu að því að tryggja Íslandi sæti á EM 2020 í næstu viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert