Einn nýliði í hópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu

Mikael Anderson á ferði í leik gegn Armenum með U21-landsliðinu.
Mikael Anderson á ferði í leik gegn Armenum með U21-landsliðinu. mbl.is/Eggert

Nú liggur fyrir hverjir munu verja heiður Íslands í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM karla í knattspyrnu. Ísland fer til Tyrklands og Moldóvu en leikirnir fara fram 14. og 17. nóvember. Þrátt fyrir að Ísland hafi unnið fimm leiki af átta í undankeppninni er engu að síður fremur langsótt að Ísland komist upp úr riðlinum vegna góðs árangurs Tyrkja. Ísland þarf að vinna Tyrkland og Tyrkir mega heldur ekki vinna í Andorra til að dæmið geti gengið upp eins og fram hefur komið.

Ísland er án fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem báðir eru á sjúkralistanum. Þegar það barst í tal á blaðamannafundi hjá KSÍ í gær sagði landsliðsþjálfarinn að það væri ekkert nýtt. Sú staða hefði oftar en ekki verið frá því hann tók við liðinu. Einn nýliði er í hópnum en það er Mikael Anderson sem leikið hefur vel að undanförnu með Midtjylland sem er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann á reyndar einn A-landsleik að baki og hefur verið í lykilhlutverki í 21-árs landsliði Íslands.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »