Guðmundur Karl samdi við Fjölnismenn

Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölnismönnum.
Guðmundur Karl Guðmundsson í leik með Fjölnismönnum. mbl.is/Hari

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Karl Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Fjölni sem í haust tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Guðmundur Karl hefur spilað 215 leiki fyrir Grafarvogsliðið og hefur í þeim skorað 40 mörk. Aðeins einn leikmaður hefur spilað fleiri leiki fyrir Fjölni en það er Gunnar Már Guðmundsson, oft nefndur herra Fjölnir.

Guðmundur Karl lék 18 af 22 leikjum Fjölnis í Inkasso-deildinni í sumar og skoraði í þeim 5 mörk.

 

mbl.is