Rajkovic í þjálfarateymi Þróttara

Srdjan Rajkovic
Srdjan Rajkovic mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Srdjan Rajkovic, Rajko, hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Þróttar og gildir samningur hans út keppnistímabilið 2022.  Hann er ráðinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks auk þess sem hann sér um markvarðaþjálfun meistararaflokka og afreksþjálfun annarra markvarða. Þetta kemur fram á heimasíðu Þróttar.

„Rajko er knattspyrnuáhugamönnum vel kunnur en hann hefur leikið yfir 400 leiki í deild,bikar og deildabikar á Íslandi, fyrst með KVA og Fjarðabyggð og síðar með Þór og KA en undanfarin tvö ár hefur hann verið markmannsþjálfari hjá KA, árið 2018, og nú síðast hjá Grindavík.

Það er mikill fengur fyrir Þrótt að fá þennan reynslumikla aðila til liðs við þjálfarateymi félagsins og hlökkum við til gæfuríks samstarfs á komandi tímabilum,“ segir á heimasíðu Þróttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert