„Þetta er algjör þvæla“

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Hari

Eins og fram hefur komið var þeim fjölmiðlum sem eru með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í Tyrklandi meinað af hálfu KSÍ að spyrja Kolbein Sigþórsson út í þær frétt­ir að hann hefði verið hand­tek­inn í Svíþjóð í lok síðasta mánaðar.

Hinn þrautreyndi Guðjón Guðmundsson, oftast kallaður Gaupi, íþróttafréttamaður á Sýn, er ekki sáttur við þessa ákvörðun KSÍ.

„Þegar blaðamenn fá fyrirmæli um hvað má spyrja og hvað ekki erum við á villigötum. Hvernig má þetta vera? Við lifum á tímum auðmýktar. Það vita allir. En þetta er algjör þvæla og blaðamenn eiga ekki að láta bjóða sér svona vitleysu,“ skrifar Guðjón á Twitter-síðu sína.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert