Tap í fyrsta leik íslensku strákanna

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta mátti þola 0:3-tap fyrir Belgum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Belgíu. 

Staðan í hálfleik var 2:0 eftir að Charles De Ketalaere og Nicolas Raskin skoruðu. Ísak Snær Þorvaldsson, fyrirliði íslenska liðsins, fékk sitt annað gula spjald á 70. mínútu og þar með rautt. 

Belgarnir nýttu sér liðsmuninn því Antoine Colassin bætti við þriðja markinu á 85. mínútu og þar við sat. Ísland mætir Grikklandi næstkomandi laugardag en Grikkir mæta Albönum í seinni leik fyrstu umferðarinnar í kvöld.

Lið  Íslands
Jökull Andrésson 
Valgeir Valgeirsson
Jón Gísli Eyland Gíslason
Teitur Magnússon
Atli Barkarson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Andri Fannar Baldursson (Jóhann Árni Gunnarsson 90.)
Ísak Snær Þorvaldsson 
Kristall Máni Ingason (Karl Friðleifur Gunnarsson 72.)
Andri Lucas Guðjohnsen
Mikael Egill Ellertsson (Orri Hrafn Kjartansson 72.)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert