Ísland hársbreidd frá sigurmarki (myndskeið)

Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að skora sigurmark.
Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að skora sigurmark. AFP

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli við Tyrkland ytra í undankeppni EM í kvöld. Ísland er þar með úr leik í baráttunni um að komast beint á EM úr riðlinum á meðan Tyrkir fagna sæti í lokakeppninni. 

Ísland leikur í umspili í mars um sæti í lokakeppninni á næsta ári. Ísland hefði getað verið enn á lífi í riðlinum, því Hörður Björgvin Magnússon var hársbreidd frá því að koma Íslandi yfir átta mínútum fyrir leikslok. 

Hann skallaði þá að marki eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar en heimamenn björguðu á línu. RÚV birti myndskeið af færinu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is