Ísland líklega eina A-þjóðin sem færi í umspilið

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni gegn Tyrkjum í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni gegn Tyrkjum í dag. mbl.is/Hari

Mætir Ísland liði Ísraels, Rúmeníu eða Búlgaríu í undanúrslitum umspils á Laugardalsvelli 26. mars? Og hver yrði þá mögulega andstæðingur liðsins í úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta?

Næsta þriðjudag verður orðið ljóst hvaða 20 lið komast á EM næsta sumar í gegnum undankeppnina. Þá verður einnig ljóst hvaða 16 lið fara í umspil um síðustu fjögur sætin á mótinu.

Segja má að mesta spennan í undankeppninni sé í C-, D-, E- og F-riðlum, en leikið er í tíu riðlum. Ísland á því miður mjög veika von um að komast upp úr H-riðli, sem felst í að vinna Tyrkland í dag og Moldóvu á sunnudag, og treysta á að Tyrkland landi ekki sigri í Andorra. Gangi þetta ekki eftir fer Ísland í umspil sem fram fer í lok mars.

Fyrst svo miklar líkur eru á að Ísland fari í umspil er ekki úr vegi að skoða hvernig niðurstaða í öðrum riðlum getur haft áhrif á það hvaða mótherja Ísland fengi þar. Í umspilinu má reikna með að Ísland fái heimaleik 26. mars í undanúrslitum, en dregið verður um hvaða lið fær heimaleik í úrslitum hvers umspils.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »