Þetta var risastórt

Hörður Björgvin Magnússon gengur svekktur af velli.
Hörður Björgvin Magnússon gengur svekktur af velli. AFP

Mikael Anderson lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland í markalausa jafnteflinu við Tyrkland í undankeppni Evrópumótsins í fótbolta ytra í kvöld. Mikael var skiljanlega sáttur með áfangann er hann spjallaði við RÚV eftir leik, þótt úrslitin þýði að Ísland fer í umspil og Tyrkland er komið á EM. 

„Þetta var stórt. Ég er mjög stoltur og ánægður með þetta. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu og ég er ánægður með að fá leikinn,“ sagði Mikael, sem flutti ungur til Danmerkur og hefur spilað vel með toppliðinu þar í landi á tímabilinu. 

„Ég er fæddur á Íslandi en ég flutti til Danmerkur þegar ég var níu ára og hef verið í Danmörku síðan. Midtjylland í Danmörku og verið þar í 6-7 ár. Ég er búinn að eiga gott tímabil og vonandi vinnum við deildina í ár,“ sagði Mikael áður en hann ræddi leikinn í kvöld frekar. 

„Þetta var risastórt. Ég hef aldrei upplifað svona stóran völl og lætin voru geggjuð. Ég er samt ekki ánægður með úrslitin, en svona er þetta stundum,“ sagði Mikael Anderson við RÚV. 

Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliði Íslands.
Mikael Anderson í leik með U21 árs landsliði Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert