Bíða nú kalds mars í Reykjavík

Kári Árnason í baráttunni í vítateig Tyrkja í gærkvöld.
Kári Árnason í baráttunni í vítateig Tyrkja í gærkvöld. AFP

Magnaður árangur Íslands í síðustu þremur undankeppnum, sem og í lokakeppni EM 2016, er ástæða þess að íslenska karlalandsliðið í fótbolta á enn von um að komast á EM næsta sumar.

Sá árangur skilaði liðinu í 10. sæti á styrkleikalista UEFA á mikilvægum tímapunkti í desember 2017, ofar en liðum á borð við Svíþjóð, Danmörku, Írland, Tékkland, Tyrkland og þannig mætti áfram telja. Nú ættu landsmenn að bíða spenntir eftir föstudeginum 22. nóvember.

Draumurinn um að komast beint á EM 2020 í gegnum undankeppnina er úr sögunni eftir markalaust jafntefli við Tyrki í Istanbúl í gærkvöld.

Flott frammistaða íslenska liðsins dugði ekki til sigurs en Hörður Björgvin Magnússon var þumlungi frá því að tryggja Íslandi sigur seint í leiknum þegar skalli hans var varinn á marklínu.

Tyrkir og Frakkar eru hins vegar nú öruggir um efstu tvö sæti H-riðils og þar með sæti á EM, þó að enn sé ein umferð eftir. En löngu áður en þessi undankeppni hófst í mars síðastliðnum var ljóst að frækinn árangur síðustu ára kæmi til með að skapa „varaleið“ á EM fyrir Íslendinga. Þessi varaleið felst í umspili tengdu Þjóðadeildinni, sem fram fer 26. og 31. mars, og nú skal hún farin.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert