Búlgaría, Rúmenía eða Ísrael andstæðingur Íslands í umspilinu?

Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við leikmenn Tyrkja í Istanbul …
Guðlaugur Victor Pálsson í baráttu við leikmenn Tyrkja í Istanbul í gær. AFP

Það ræðst endanlega næsta föstudag hvaða þjóðum Ísland mætir í umspilinu um sæti á EM, en sem stendur er líklegast að Ísland spili heimaleik við Búlgaríu, Ísrael, Rúmeníu eða jafnvel Ungverjaland á Laugardalsvelli 26. mars, með framlengingu og vítaspyrnukeppni ef til þarf.

Dregið verður á milli þessara þjóða næsta föstudag eins og til þarf. Vinni Ísland leikur liðið svo úrslitaleik (sem gæti einnig verið við einhverja þessara fjögurra þjóða, en mögulega einnig Slóvakíu, Írland eða Norður-Írland) 31. mars og verður einnig dregið um það á föstudaginn hvort sá leikur yrði á Laugardalsvelli eða útivelli.

Síðasti leikur Íslands í undankeppninni verður gegn Moldóvu í Chisinau á sunnudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert