Nítján leikmenn framlengja við Gróttu

Grótta tryggði sér sigur í 1. deildinni og leikur því …
Grótta tryggði sér sigur í 1. deildinni og leikur því í efstu deild næsta sumar í fyrsta sinn í sögu félagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorki fleiri né færri en nítján leikmenn meistaraflokks karla hjá Gróttu hafa framlengt samninga sína við félagið. Allir gera þeir samning út tímabilið 2021.

Eins og frægt er orðið komst Grótta upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum og mun leika í Pepsi-deild karla á næsta tímabili. Þrátt fyrir það hætti Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari Breiðabliks, með liðið og við starfinu tók Ágúst Gylfason, sem áður var þjálfari Breiðabliks.

Eftirfarandi leikmenn framlengdu samninga sína við Gróttu:

Agnar Guðjónsson
Arnar Þór Helgason
Bessi Jóhannsson
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Gunnar Jónas Hauksson
Halldór Kristján Baldursson
Jón Ívan Rivine
Júlí Karlsson
Kristófer Melsteð
Kristófer Orri Pétursson
Óliver Dagur Thorlacius
Óskar Jónsson
Patrik Orri Pétursson
Pétur Theodór Árnason
Sigurvin Reynisson
Sölvi Björnsson
Valtýr Már Michaelsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert