Nær Hamrén fleiri stigum en Lagerbäck?

Erik Hamrén er með samning við KSÍ sem gildir fram …
Erik Hamrén er með samning við KSÍ sem gildir fram yfir umspilið í mars eða fram yfir lokakeppni EM næsta sumar nái Ísland þangað. AFP

Vinni Ísland Moldóvu á sunnudaginn mun Erik Hamrén hafa náð í fleiri stig en Lars Lagerbäck gerði í sinni fyrstu undankeppni sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta.

Ísland hefur safnað 16 stigum í H-riðli undankeppni EM og getur því mest náð 19 stigum en liðið fékk 17 stig í undankeppni HM 2014 eftir að Lagerbäck tók við stjórnartaumunum.

Svona samanburður verður líklega aldrei fyllilega sanngjarn. Ísland var til að mynda í sjötta og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í fyrstu undankeppni Lagerbäcks en komið í 2. flokk þegar dregið var í undankeppni EM sem nú er að ljúka. Á hinn bóginn fékk Ísland heimsmeistara Frakka í sinn riðil núna en til að mynda norskt lið á niðurleið úr efsta styrkleikaflokki fyrir HM 2014.

Sjá umfjöllun um árangur einstakra þjálfara karlalandsliðsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert