Sæti Íslands í umspilinu tryggt

Íslenska liðið tekur þátt í umspili um sæti á EM.
Íslenska liðið tekur þátt í umspili um sæti á EM. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Sæti Íslands í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta er tryggt eftir leiki kvöldsins. Þýskaland, Holland og Króatía tryggðu sér beint inn á mótið í kvöld. 

Í umspilinu verða þrjú lið úr B- og C-deild Þjóðadeildarinnar, auk Íslands. Dregið verður í umspilinu á föstudaginn kemur. Undanúrslitaleikirnir fara fram 26. mars 2020 og úrslitaleikurinn fimm dögum síðar. 

Ísland fær heimaleik í undanúrslitum og kemur í ljós á föstudag hvar úrslitaleikurinn fer fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina