EM-umspil í fyrsta sinn

Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku þátt …
Birkir Bjarnason, Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku þátt í umspili fyirr EM U21 2011 og fyrir HM 2014. mbl.is7Eggert Jóhannesson

Karlalandsliðið í knattspyrnu fer nú í umspil til að komast í lokakeppni EM og hefur það ekki gerst áður hjá A-landsliði karla. 

Ísland hefur einu sinni verið með í lokakeppni EM karla og var það í Frakklandi 2016 þegar liðið komst í 8-liða úrslit. Ísland komst þá beint úr riðlakeppninni í lokakeppnina. 

Karlalandsliðið hefur þó farið í umspil fyrir lokakeppni stórmóts. Fyrir HM í Brasilíu 2014 fór Ísland í umspil en tapaði þá fyrir Króatíu. 

Kvennalandsliðið hefur tvívegis farið í lokakeppni EM í gegnum umspil. Fyrir EM í Finnlandi 2009 vann Ísland lið Írlands í umspili og fyrir EM í Svíþjóð 2013 hafði Ísland betur gegn Úkraínu í umspili. 

Þá má geta þess að U21 árs landslið karla hefur einu sinni komist í lokakeppni EM og var það í Danmörku 2011. Ísland hafði þá betur gegn Skotlandi í umspili. 

Umspilið fyrir EM 2020 verður leikið í mars og keppa fjórar þjóðir um eitt sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert