Tyrknesk landsliðskona í ÍBV

Fatma Kara og Kristjana Sigurz skrifa undir samninga við ÍBV.
Fatma Kara og Kristjana Sigurz skrifa undir samninga við ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá samningi við tyrknesku landsliðskonuna Fatma Kara. Kemur hún til félagsins frá HK/Víkingi þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki síðustu tvö sumur. 

Kara hefur leikið 37 leiki hér á landi og skoraði í þeim fjögur mörk. Þá hefur hún leikið 35 landsleiki fyrir Tyrkland. 

ÍBV hefur einnig gengið frá lánssamningi við Kristjönu Sigurz og kemur hún til félagsins frá Breiðabliki. Kristjana hefur leikið 15 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur síðustu þrjú sumur leikið með Augnabliki. 

Á vef ÍBV kemur fram að félagið hafi einnig samið við þýskan miðjumann og muni á næstu dögum semja við tvo bandaríska leikmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert