Enska liðið of sterkt í seinni hálfleik

Byrjunarlið Íslands í kvöld.
Byrjunarlið Íslands í kvöld. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U20 ára landslið karla í fótbolta mátti þola 0:3-tap fyrir enskum jafnöldrum sínum í vináttuleik á Adams Park-vellinum í High Wycombe, skammt utan við London, í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Kolbeinn Birgir Finnsson fékk m.a virkilega gott færi, voru Englendingar mun sterkari í þeim seinni. 

Danny Loader, leikmaður Reading, skoraði fyrsta markið á 50. mínútu og varamaðurinn Ian Ocampo skoraði tvö mörk á tveimur mínútum tæpum 20 mínútum fyrir leikslok. 

Byrj­un­arlið Íslands: 

Elías Rafn Ólafs­son

Hjalti Sig­urðsson

Torfi Tím­oteus Gunn­ars­son

Finn­ur Tóm­as Pálma­son

Davíð Ingvars­son

Alex Þór Hauks­son

Daní­el Haf­steins­son

Kol­beinn Þórðar­son

Kol­beinn Birg­ir Finns­son

Valdi­mar Þór Ingi­mund­ar­son

Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson

Í seinni hálfleik komu inná sem varamenn þeir Þórir Jóhann Helgason, Ísak Óli Ólafsson, Jónatan Ingi Jónsson, Ágúst Eðvald Hlynsson, Viktor Örlygur Andrason, Guðmundur Andri Tryggvason, Stefán Árni Geirsson og Bjarki Steinn Bjarkason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert